Sjálfstæðismenn hrósa Ásmundi

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hrósuðu Ásmundi Einari Daðasyni, þingmanni Vinstri grænna, fyrir ræðu hans í umræðu um Evrópusambandið sem nú fer fram á Alþingi. Þau Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásbjörn Óttarsson og Birgir Ármannsson hvöttu hann til að halda staðfastlega í sína sannfæringu.

Ásmundur talaði um þann mikla kostnað sem fylgdi því að sækja um aðild að ESB. Þá væri sérstakt að við vinnslu umsóknar skyldi sparað eins og hægt væri þegar um væri að ræða afsal á fullveldi þjóðarinnar.

Þá vísaði hann til greinar sem hann hafði lesið í norsku blaði, þar sem fram kom að ESB eyddi 400-500 milljónum evra í að auglýsa samheldni sambandsins. Kostnaðurinn slagaði hátt upp í Icesave skuldirnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert