Stjórn Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, fagnar áformum um að ráðast í Vaðlaheiðargöng og hvetur samgönguráðherra til að standa fast við þau áform. Stjórnin kveðst hafa fullan skilning á því að víða, ekki síst á SV-horni landsins, sé beði eftir mikilvægum samgöngubótum.
Stjórn Eyþings kveðst vænta jákvæðra viðhorfa gagnvart þeirri miklu framkvæmd sem Vaðlaheiðargöng eru í augum íbúa á NA-landi. Hún harmar einnig „þá ómálefnalegu umræðu sem átt hefur sér stað um Vaðlaheiðargöng og ákvörðun samgönguráðherra að undanförnu. Það er rangt sem haldið hefur verið fram að ákvörðun um gerð Vaðlaheiðarganga muni tefja framgang annarra mikilvægra samgönguframkvæmda,“ segir m.a. í samþykkt stjórnar Eyþings.