Metþátttaka í sjóstangveiðimóti

Vel hefur aflast á sjóstöng á móti Sjósnæ um helgina.
Vel hefur aflast á sjóstöng á móti Sjósnæ um helgina. Alfons Finnsson

Metþátttaka er í hinu árlega landsmóti sjóstangveiðifélagsins Sjósnæ sem haldið er um helgina í Ólafsvík. Keppendur eru rúmlega 60 og til þess að koma þessum fjölda á sjó þurfti 14 trillur sem fóru með keppendur á fengsæl fiskimið á Breiðafirði.

Aflinn og veðrið hefur leikið við keppendur og aflinn verið með einsdæmum góður. Víða sást bros á vörum keppenda þegar á land var komið, og landað var út bátunum. Í kvöld verða svo mótsslit í félagsheimilinu Klifi. Þar verður haldin veisla fyrir keppendur og aðstandendur mótsins og úrslit kynnt.

Víst er að margir bíða óþreyjufullir eftir úrslitunum, enda gefur þessi keppni stig í Íslandsmeistaramótinu í sjóstangaveiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert