Samskiptin að skýrast

mbl.is

Samskipti embættis sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins í fyrra við erlendar stofnanir eru að taka á sig skýrari mynd þessa dagana, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara. Hann segir að það eigi sérstaklega við um samskipti við efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar auk þess sem von sé á því að samskipti við sérstaka rannsóknarstofnun í Bretlandi skýrist á næstu dögum.

Frá því var greint í frétt á fréttavef breska blaðsins Telegraph fyrir helgi að hin sérstaka rannsóknarstofnun í Bretlandi, Serious Fraud Office (SFO), sem rannsakar fjársvik, hefði hafið ítarlega og sjálfstæða rannsókn á íslensku bönkunum. Þá var einnig frá því greint að stofnunin hefði boðið embætti sérstaks saksóknara hér á landi aðstoð við rannsókn á bankahruninu á Íslandi. Var tekið fram að sérfræðingar SFO hefðu sett sig í sambandi við Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara bankahrunsins.

„Við höfum ekki fengið formlega meldingu frá stofnuninni, en okkur skilst að hún sé á leiðinni,“ sagði Ólafur Þór í samtali við Morgunblaðið í gær. „En það hafa verið samskipti af hálfu Evu Joly við þá á okkar vegum. Þá hefur tengslafulltrúi íslensku lögreglunnar hjá Europol í Haag í Hollandi verið að kanna þá möguleika sem snúa að Serious Fraud Office.“ Europol er löggæslustofnun Evrópusambandsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka