Útlit fyrir að fjármögnun Landsbankans frestist

Reuters

Útlit er fyrir að fjármögnun Nýja Landsbankans (NBI) seinki en til stóð að ríkissjóður legði bankanum til 140 milljarða króna í formi hlutafjár næsta föstudag. Fjármögnun Nýja Kaupþings og Íslandsbanka er á áætlun.

„Við höfum í hyggju að sækja um frest til FME varðandi Landsbankann og höfum upplýst þá um gang mála,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, formaður samninganefndar íslenskra stjórnvalda í viðræðum við skilanefndir bankanna. Ekki hafði verið sótt um slíkan frest til FME í gærkvöldi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ef slíkur frestur yrði veittur yrði hann líklega út ágúst en lengd hans kynni að velta á afstöðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Fjármögnun bankanna er eitt nauðsynlegra skrefa sem stíga þarf í íslensku efnahagslífi áður en stjórn AGS getur samþykkt endurskoðaða ætlun fyrir Ísland og samþykkt greiðslu númer tvö af láni frá sjóðnum.

Töf á samþykkt Alþingis á ríkisábyrgð vegna Icesave hefur ekki haft áhrif á viðræður við kröfuhafa föllnu bankanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert