Stærsta áskorun í sögu VG

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Árni Sæberg

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, sagði á flokksráðsfundi á Hvolsvelli í kvöld, að flokkurinn hefði í vetur staðið frammi fyrir því að taka afstöðu til þess hvort hann  ætt að mynda fyrstu hreinu vinstristjórnina og hreinsa til eftir nærri tveggja áratuga óstjórn Sjálfstæðisflokksins. 

Þetta kom fram í hluta af ræðu Steingríms, sem birtur var í fréttum Ríkisútvarpsins.

Steingrímur sagði, að ríkisstjórnin stæði frammi fyrir erfiðu verkefni og löng og erfið fjallganga væri framundan en menn yrðu að sjá ljósið og horfa fram á veginn.

Fundurinn á Hvolsvelli heldur áfram í kvöld en honum lýkur um hádegisbil á morgun með afgreiðslu ályktana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert