Ábendingar snúast um pólitík

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra við kennslu í Háskóla unga fólksins.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra við kennslu í Háskóla unga fólksins. mbl.is/Jakob Fannar

OECD leggur til, í skýrslu sem birt var á þriðjudag, að stjórnvöld leggi áherslu á að stytta nám á framhaldsskólastigi úr fjórum árum í þrjú. Einnig séu tækifæri til hagræðingar á háskólastiginu. Opinberir háskólar eigi að eiga kost á að innheimta skólagjöld í stað þess að skera niður námsframboð.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði að þetta væri spurning um pólitík. Hún teldi að ekki ætti að skerða námsinnihald á framhaldsskólastigi, þótt skoða mætti leiðir til að stytta námstímann. Katrín sagði að verið væri að skoða nýja námshætti og kennsluhætti í tengslum við nýleg lög um framhaldsskóla. Einnig væri verið að skoða leiðir til að hagræða á háskólastigi, m.a. með því að sameina stofnþjónustu, og samstarf háskóla um doktorsnám.

„Ég held að það sé mjög mikilvægt ef við ætlum að viðhalda líflegu háskólaumhverfi á Íslandi að bjóða upp á doktorsnám, að minnsta kosti í sumum greinum,“ sagði Katrín. Hún sagði skólagjöld vera pólitískt mál og hluta af hægrisinnaðri hugmyndafræði. Þau snertu grundvallaratriði á borð við jafnrétti til náms. Hér hefðu skólagjöld verið fjármögnuð af LÍN, það er opinberu fé, og verið að hluta niðurgreidd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert