Íslendingar selja norska hernum sérútbúna jeppa

Arctic Trucks hefur selt yfir 130 sérútbúna Landcruiser-jeppa til norska hersins sem hafa m.a. verið notaðir í Afganistan. Örn Thomsen, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að samstarfið við norska herinn sé fyrirtækinu ótrúlega mikilvæg tekjulind. „Í þetta er að nýtast þessi reynsla og kunnátta sem við höfum af okkar landi, okkar erfiðu fjallvegum og aðstæðum,“ segir Örn. Norðmenn fengu áhuga á jeppum Arctic Trucks eftir að hafa fengið að kynnast þeim í Afganistan en íslenska friðargæslan notaði bíla frá fyrirtækinu þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert