Gæsluvarðhald staðfest vegna innbrota

mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður á þrítugsaldri, sem grunaður er um innbrot og þjófnaði, sæti gæsluvarðhaldi til 16. september. Maðurinn, sem er pólskur, er grunaður um að tengjast þjófahópum sem hafa verið handteknir að undanförnu.

Maðurinn var handtekinn 1. september ásamt þremur öðrum en þeir eru grunaðir um innbrot í söluturn í Hraunbæ. Í kjölfarið voru þrír mannanna úrskurðaðir í gæsluvarðhald en einum sleppt, þeim sem nú hefur verið úrskurðaður í varðhald.

Maðurinn kom til landsins 27. ágúst og hefur nú játað aðild að innbrotinu 1. september. Þá eru vísbendingar um að hann hafi tekið þátt í öðru innbroti 30. ágúst og einnig tekið þátt í að fela þýfi. Hæstiréttur segir að ekki verði vefengt að rannsóknarhagsmunir réttlæti að hann sé látinn sæta gæsluvarðhaldi.

Lögrglan segist telja ljóst, að maðurinn hafi komið hingað til lands í þeim tilgangi einum að fremja auðgunarbrot og framfleyta sér þannig, en hann keypti flugmiða aðra leiðina. Hann hafði aðeins 400 slot meðferðis við komuna til landsins, sem jafngildir um 25 þúsund krónum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert