Völundar í endurgerð

Gröndalshús verður lagfært og sett í betri búning.
Gröndalshús verður lagfært og sett í betri búning. Rax / Ragnar Axelsson

„Þetta er fín endurmenntun fyrir iðnaðar- og tæknimenn, núna þegar atvinna er minni en var. Ég finn að áhugi á þessu verkefni er talsverður og það er góðs viti,“ segir Óskar Bergsson formaður borgarráðs og stjórnarformaður Völundarverks. Undir merkjum Völundarverks er nú leitað að atvinnulausum húsasmiðum og arkitektum til að taka þátt í endurgerð eldri húsa í Reykjavík.

Boðið verður upp á mánaðarlangt námskeið og í framhaldi af því verða skipulögð tímabundin störf á byggingarstað eða teiknistofu. Til stendur að endurgera fjórar byggingar, það er Lækjargötu 2, Laugaveg 4–6, Gröndalshús sem nú stendur við Vesturgötu og svonefndan Norðurpól sem lengi stóð ofan við Hlemm.

Betri þekking á viðhaldi og endurgerð sögufrægra gamalla húsa í Reykjavík er megintilgangur með Völundarverki en byggt er á reynslu annarra þjóða. Sérstaklega var, að sögn Óskars, leitað fyrirmyndar í svokölluðu Hallandverkefni í Svíþjóð, en undir merkjum þess voru trésmiðum og fleiri sköpuð tækifæri í sænsku bankakreppunni um 1990.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert