Herskip í höfn

Danska varðskipið Hvidbjörnen og norska varðskipið Andernes
Danska varðskipið Hvidbjörnen og norska varðskipið Andernes

Danska varðskipið Hvidbjörnen  liggur nú samsíða norska varðskipinu Andernes við bryggju að Ægisgarði í Reykjavík en skipin eru stödd hér á landi í tilefni af árlegum fundi forstjóra strandgæsla nokkurra ríkja.

Umfangsmikil björgunaræfing fer fram í tengslum við fundinn en þátttakendur í henni verða norska varðskipið Andernes, danska varðskipið Hvidbjörnen, varðskip Landhelgisgæslunnar, þyrla og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, starfsmenn ýmissa stofnana og samtaka sem eru í áhöfn Samhæfingarstöðvarinnar í Skógarhlíð, Vaktstöð siglinga / Stjórnstöð LHG, starfsmenn bandarísku strandgæslunnar, björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Eyjafjörð auk starfsmanna Carabbien Crusise Lines á Bretlandi sem munu sinna hlutverki skemmtiferðaskips sem rekst á grynningar í Norður-Atlantshafi.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert