Býður sig fram í formannsembætti BSRB

Elín Björg Jónsdóttir
Elín Björg Jónsdóttir

Elín Björg Jónsdóttir býður sig fram til formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja á þingi bandalagsins 21.-23. október nk. Hún hefur verið annar varaformaður BSRB frá árinu 2006 en gegndi áður starfi ritara stjórnar frá 1989.
 
Elín Björg hefur verið formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, FOSS, frá árinu 1993. Þá hefur hún verið formaður Samflotsins frá árinu 1989 en það er samstarfsvettvangur tólf bæjarstarfsmannafélaga við kjarasamningagerð, samkvæmt fréttatilkynningu.
 
Auk framangreindra starfa hefur Elín Björg setið í fjölmörgum nefndum og ráðum á Suðurlandi og á vegum BSRB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert