Bílvelta á Akureyri

Lögregla skoðar verksummerki á slysstað í morgun.
Lögregla skoðar verksummerki á slysstað í morgun. mbl.is/Skapti

Bíll valt á Borgarbraut á Akureyri um áttaleytið í morgun. Ökumaðurinn var einni í bílnum og slapp vel. Hann ók í austurátt og var kominn í beygjuna neðan við Norðurslóð, götuna sem liggur upp að Háskólanum á Akureyri, þegar hann missti stjórn á bílnum í hálku með þessum afleiðingum.

Þrjú óhöpp hafa orðið í umferðinni á Akureyri í morgun - tveir árekstrar auk veltunnar - en fljúgandi hált er á götum bæjarins að sögn lögreglu. Snjóað hefur í morgun þannig að mjöll hylur hálkuna sem er þar af leiðandi ekki augljós, en lögregla hvetur fólk til þess að aka varlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert