Uni vekur aðdáun

Hrund Gautadóttir með köttinn Una sem er margverðlaunaður kynjaköttur.
Hrund Gautadóttir með köttinn Una sem er margverðlaunaður kynjaköttur.

Allir fegurstu kettir landsins eru saman komnir í Garðabæ um þessa helgi þar sem fram fer kynjakattasýning. Margir lögðu leið sína á sýninguna í dag en henni lýkur á morgun.

120 kettir af 16 tegundum keppa á sýningunni. Sýningarstjórinn Ása Björg Ásgeirsdóttir sagði að keppnin hefði gengið vel í dag. Keppt er í nokkrum flokkum. Á myndinni efst á síðunni er kötturinn Uni sem m.a. var valinn besti geldi fresskötturinn í tegundarflokki 3 á sýningunni. Hann er af tegundinni Cornish rex.

Sýningin fer fram að Miðhrauni 2 í Garðabæ. Almenningur getur skoðað sýninguna milli kl. 10-17:30 á morgun, sunnudag.

Verðlaunaköttur fylgist grannt með dómurunum á sýningunni.
Verðlaunaköttur fylgist grannt með dómurunum á sýningunni.
Gullfallegur Persi ásamt stoltum eiganda.
Gullfallegur Persi ásamt stoltum eiganda.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert