Áform um orkuskatt og ákvörðun umhverfisráðherra valda mikilli óvissu

Alcan í Straumsvík
Alcan í Straumsvík mbl.is/Ómar

Rio Tinto Alcan samþykkti í lok september að fjármagna fyrsta áfanga stækkunarinnar í Straumsvík, eða um einn þriðja hluta verkefnisins, upp á alls 13 milljarða kr.

Daginn eftir birtist hugmyndin um orku- og kolefnisskatta í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Þá ákváðu eigendur álversins að halda að sér höndunum og hafast ekkert frekar að.

Skattahugmyndirnar setja stækkunina í Straumsvík því í óvissu þar til í ljós kemur hvort stjórnvöld ætla að halda skattheimtunni til streitu. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi álversins staðfesti þetta í samtali við blaðið. Að sögn hans voru menn tilbúnir að hefja framkvæmdir við stækkunina um næstu mánaðamót.

Ákvörðun umhverfisráðherra um að láta Skipulagsstofnun að nýju taka ákvörðun um sameiginlegt umhverfismat Suðvesturlína veldur einnig óvissu og hefur keðjuverkandi áhrif á áformaðar framkvæmdir í virkjunum og stóriðju, s.s. í Helguvík. Hún getur einnig haft áhrif á fyrirhugað gagnaver Verne Holding því þótt núverandi kerfi eigi að tryggja orku vegna fyrsta áfangans, þá fullnægir það ekki ýtrustu kröfum um afhendingaröryggi orku. 

Nánar er fjallað um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert