Evrópumótið hefst í Laugardalslaug

Íslensku keppendurnir æfðu af kappi í Laugardalnum í gær.
Íslensku keppendurnir æfðu af kappi í Laugardalnum í gær. Heiðar Kristjánsson

Það verður mikill buslugangur í Laugardalslauginni næstu dagana. Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi hefst þar í fyrramálið og er sett í kvöld, en mótið stendur yfir í heila viku.

Þrettán Íslendingar eru á meðal ríflega 400 keppenda á mótinu, sem er langstærsta verkefni sem Íþróttasamband fatlaðra hefur tekist á hendur, en með keppendunum er fjöldi fylgdarfólks. Íslensku keppendurnir æfðu af kappi í Laugardalnum í gær.

Keppni hefst klukkan níu í fyrramálið með undanrásum en síðan er keppt til úrslita í fyrstu greinum klukkan fimm.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert