Leslampi kveikti í dýnu

mbl.is

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu reykræsti einbýlishús í Grafarvogi í nótt eftir að kviknað hafði í dýnu út frá leslampa en rétt viðbrögð húsráðanda komu í veg fyrir að eldur breiddist út.

Þegar húsráðandi kom heim upp úr klukkan hálf þrjú í nótt fann hann reykjarlykt eins og af eiturgufum. Hann hafði samband við Neyðarlínuna, en sagðist ekki hafa fundið neinn eld. Slökkviliðið fór á staðinn og í ljós kom að leslampi hafði fallið ofan á dýnu og úr orðið glóðarbruni. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu kviknaði í dýnunni um leið og farið var að hreyfa við henni en farið var með hana út og aðgerðir gengu vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert