1.000 milljarða lán í biðstöðu

Um 1.000 milljarða króna erlend lán bíða endurfjármögnunar, að sögn …
Um 1.000 milljarða króna erlend lán bíða endurfjármögnunar, að sögn Magnúsar Orra Schram, þingmanns Samfylkingar. mbl.is/Ómar

Erlend lán fyrir um 1.000 milljarða króna bíða endurfjármögnunar, að sögn Magnúsar Orra Schram, þingmanns Samfylkingarinnar, sem telur vöruskiptajöfnuð ekki munu standa undir fjárhæðinni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir upphæðina nýmæli. 

Sigmundur ræddi um samstarf Íslendinga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn utan dagskrár á Alþingi í dag. Hann sagði, að þessar upplýsingar Magnúsar Orra væru nýjar fréttir  en fram að þessu hefði ekki komið fram að nota ætti erlend lán ríkisins til að endurfjármagna lán sveitarfélaga og annarra opinberra aðila.

Spurði Sigmundur hvort skuldastaðan væri slík að Íslendingar réðu ekki við hana.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, tók undir með Magnúsi er hann sagði opinber fyrirtæki og sveitarfélög þurfa að geta staðið undir  stórum gjalddögum á árunum 2011 og 2012.

Stjórnarandstaðan yrði að lifa í raunheiminum, enda verið tekin ákvörðun um það síðasta vetur að fara þessa leið.

Blygðunarlaus afstöðubreyting

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vék í máli sínu að undirritun Icesave-samkomulagsins í dag með þeim orðum að fyrirvörunum sem Alþingi hefði barist fyrir í þrjá mánuði hefði verið hafnað.

Viðsemjendur Íslendinga hefðu „blygðunarlaust" viðurkennt að nú sé í lagi að semja um framhald áætlunar sjóðsins, eftir að Icesave sé úr vegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert