Niðurstaðan fullkomin uppgjöf og niðurlæging

Bjarni Benediktsson kemur á fund í Stjórnarráðinu.
Bjarni Benediktsson kemur á fund í Stjórnarráðinu. mbl.is/Kristinn

„Þetta er fullkomin niðurlæging, okkur var stillt upp við vegg og það er greinilega mat ríkisstjórnarinnar að við eigum enga aðra kosti,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um þá niðurstöðu í Icesave-málinu sem nú liggur fyrir að borin verður undir Alþingi.

Bjarni segist líta svo á að því sem næst ekkert standi eftir af fyrirvörunum sem Alþingi samþykkti við upprunalega samkomulagið í sumar, áhættan sem þeim hafi verið ætlað að eyða standi óhögguð. Segir hann þessa niðurstöðu með öllu óviðunandi.

„Með samningnum hafa Bretar og Hollendingar tryggt sér fullar endurgreiðslur á kröfum sínum með vöxtum og við höfum sætt okkur við það að greiða þessar kröfur að fullu og jafnframt að njóta ekki góðs af því ef skorið er úr um lagalega ágreininginn,“ segir Bjarni.

Telur hann að eftirgjöfin við Breta og Hollendinga sé of mikil og feli í raun í sér fullkomna uppgjöf. Hann segir að sjálfstæðismenn muni ekki styðja þessa niðurstöðu á Alþingi en býst allt eins við að stjórninni takist að koma samningnum gegnum þingið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert