Mun léttari pakki en áður

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Kristinn

Efnahagsbatinn í heiminum mun valda því að mun meira mun fást fyrir eignir Landsbankans en talið var og þar af leiðandi mun áfallinn skuld vegna Icesave verða minni en óttast var og vaxtagreiðslur þar af leiðandi léttari, að sögn Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra.

Össur fullyrti þetta í umræðum um Icesave á Alþingi en þar sagði hann að með þetta og aðra þætti í huga yrði greiðslubyrðin vegna Icesave mun léttari en áður var óttast. Hann sé þeirrar skoðunar að afraksturinn úr þrotabúinu verði töluvert meiri en haldið hafi verið fram.

Össur telur að losna muni um mikla stíflu með frágangi Icesave-samkomulagsins en í andsvari sínu við ræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sagði hann minnisblaðið í Icesave-samkomulaginu hafa elt íslensk stjórnvöld „eins og draugur“.

Taldi Össur „Íslendinga hafa sloppið dável“ með neyðarlögin. Þau hafi verið sett í flýti og hefði mátt hugsa betur. Ef dómstólaleiðin, sem Bjarni leggi til, verði farin kunni greiðslur vegna Icesave að verða hærri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert