Norðan- og norðaustanátt næsta sólarhringinn

Norðan- og norðaustanátt, 5-13 m/s, verður næsta sólarhringinn, hvassast um norðvestanvert landið. Stöku él norðantil á landinu, en léttir smám saman til sunnan heiða. Kólnar, hiti 2 til 8 stig síðdegis, en um eða undir frostmarki Norðanlands.

Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustlæg átt, 3-8 m/s og skýjað, en léttir til í dag. Yfirleitt léttskýjað síðdegis. Hiti 2 til 6 stig.

Á morgun, sunnudag, verður norðan og norðaustan 5-8 m/s og él á norðanverðu landinu, en annars léttskýjað að mestu. Frost 0 til 6 stig, en yfirleitt frostlaust við ströndina.

Á mánudag gerir Veðurstofan ráð fyrir hægri norðlægri eða breytileg átt. Léttskýjað með köflum, en él á stöku stað framan af degi. Víða vægt frost.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert