Fjölmenni á borgarafundi

Örlygur Hnefill Jónsson spyr þingmenn á borgarafundinum.
Örlygur Hnefill Jónsson spyr þingmenn á borgarafundinum. mbl.is/Hafþór

Fullur salur var á borgarafundi á Húsavík um atvinnuástandið og óvissuna um orkuvinnslu og stóriðju á svæðinu. Þingmenn Norðausturkjördæmis voru allflestir á fundinum en þeir hafa í dag átt fundi með sveitarstjórnarmönnum í Norðurþingi og víðar.

Fundurinn var í Borgarhólsskóla.  Var uppsetningin svipuð og  á borgarafundunum í Háskólabíói í vetur þar sem settir voru stólar upp á svið merktir þingmönnum með nafni.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is er talsverður hiti í íbúum á svæðinu og var fundinum meðal annars ætlað að gefa fólki tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum milliliðalaust til þingmanna, sem sátu fyrir svörum á fundinum. Meðal þeirra voru Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert