Meirihluti telur afsögn Ögmundar veikja stjórnarsamstarfið

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/Golli

Um sextíu prósent svarenda telja afsögn Ögmundar Jónassonar úr embætti heilbrigðisráðherra hafa veikt stjórnarsamstarfið. Ellefu prósent telja hins vegar að afsögnin hafi styrkt samstarfið. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup.

Gallup kannaði ánægju almennings með ákvörðun Ögmundar um að biðjast lausnar frá embætti heilbrigðisráðherra. Um 42% sem svöruðu sögðust ánægð með ákvörðun Ögmundar en 27% eru óánægð.

Óánægja var meiri meðal þeirra sem lokið hafa háskólaprófi en þeirra sem eru með minni menntun. Ánægjan er minnst meðal kjósenda Samfylkingarinnar en mest meðal kjósenda Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert