1.056 nauðungarsölum frestað

Alls hefur 1.056 nauðungarsölum verið frestað fram yfir 31. október 2009 hjá sýslumannsembættunum tuttugu og fjórum. Þetta kom fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi í dag.

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

„Hversu mörgum nauðungarsölum fasteigna (hvort heldur um er að ræða byrjun uppboðs, framhald uppboðs eða lokasölu fasteigna) hefur til þessa verið frestað fram yfir 31. október 2009 hjá sýslumannsembættum landsins á grundvelli 3. gr. laga nr. 23/2009?“

Langflestum nauðungarsölum hefur verið frestað í Reykjavík, eða 402 talsins. Því næst kemur Keflavík, en þar hefur 154 nauðungarsölum verið frestað. Þá 149 í Hafnarfirði og 88 í Kópavogi.

Sjá nánar á vef Alþingis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert