AGS sér þörfina á leiðréttingu

Hagsmunasamtök heimilanna hafa staðið fyrir útifundum og borgarafundum síðasta árið …
Hagsmunasamtök heimilanna hafa staðið fyrir útifundum og borgarafundum síðasta árið og talað fyrir leiðréttingu á skuldum heimilanna. hag / Haraldur Guðjónsson

Hagsmunasamtök heimilanna segja að af skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna fyrstu endurskoðunar efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og  AGS, megi ráða að sjóðurinn telji mun meiri þörf fyrir niðurfærslu á skuldum heimilanna en áður hefur komið fram. Jafnvel að skuldir þurfi að meðaltali að færa niður um 35% til að jafnvægi náist.

„Samkvæmt greiningu Hagsmunasamtaka heimilanna á ofangreindum upplýsingum er raunvirði umræddra lánasafna metið á 80% hjá Íbúðalánasjóði, á hálfvirði hjá sparisjóðum og öðrum lánafyrirtækjum, 56% hjá Íslandsbanka, 55% hjá Nýja Kaupþingi og 53% hjá Nýja Landsbankanum.  Að meðaltali gerir þetta 65%," segir í tilkynningu frá samtökunum.

Samtökin ítreka kröfur sínar um almennar leiðréttingar á höfuðstóli lána.  Samtökin hafa lagt það til að gengistryggðum lánum verði breytt í verðtryggð krónulán frá lántökudegi og samhliða verði verðbótaþáttur verðtryggðra lána takmarkaður við 4% á ári frá 1. janúar 2008.

„Samkvæmt útreikningum samtakanna rúmast slíkar leiðréttingar vel innan þeirra 35% marka sem upplýsingar frá AGS segja til um auk þess að gera ráð fyrir öðrum óhjákvæmilegum afskriftum umfram kröfur samtakanna.  Þar sem verulegar afskriftir á lánasöfnunum hafa nú þegar átt sér stað við flutning þeirra milli gömlu og nýju bankanna myndi sá kostnaður sem til fellur við leiðréttinguna ekki falla á ríkissjóð, líkt og segir í skýrslu AGS:  „But with loans already marked down on banks’ books the incidence of the restructuring would not fall on the government“. http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7376 bls. 22," segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert