Smíðar skartið á Hrauninu

Fangarnir á Litla Hrauni sitja ekki auðum höndum, alla vega ekki þeir sem hafa fundið sköpunarþörf sinni farveg í járnsmiðju fangelsisins. Þeirra á meðal er Rúnar Þór Róbertsson sem framleiðir kamínur fyrir sólpalla úr bobbingum, keðjum og öðru tilfallandi efni, og selur.

Dágóður hópur fanga hefur lagt fyrir sig skartgripasmíði úr silfri og er ekki laust við að fíngerðir skrautmunirnir stingi nokkuð í stúf við grófa fingur og tattúveraða handleggi skaparanna.

Einn þeirra hefur innleitt eigin aðferð við skartgripasmíðina sem felst í því að bræða íslenskt hraun niður í glansandi svartar grjótperlur. Aðferðina fundu afi hans og amma upp en sjálfur lærði hann hana af frænda sínum.

Hraunsmiðurinn hefur þegar galdrað fram með tvenns konar eyrnalokka og hálsmen sem minnir á tár úr grjóti. Í framtíðinni hefur hann hug á að búa til heila línu skartgripa með þessari aðferð og vonast til að smám saman megi koma framleiðslunni í verð. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert