Ósátt við hækkun vitagjalda

Black Watch
Black Watch mbl.is/RAX

Samtökin Cruise Iceland gera alvarlegar athugasemdir við frumvarp til laga um breytingar á lögum um vitamál þar sem lagt er til að vitagjald hækki um 100%. Í breytingartillögunum er gert ráð fyrir að vitagjaldið hækki úr 78,20 kr. á brúttótonn í 156,50 krónur, sem er 100% hækkun. Þetta kemur fram í ályktun sem samtökin hafa sent frá sér.

„Í nokkur undanfarin ár hafa fyrirtæki í Cruise Iceland samtökunum markaðssett Ísland sem áfangastað fyrir skemmtiferðaskip og hefur sú vinna borið árangur. Í ár komu 80 skemmtiferðaskip til Reykjavíkur og með þeim 69.000 farþegar og til Akureyrar komu 58 skip með 47.000 farþega og auk þess heimsóttu skemmtiferðaskip Grundarfjörð, Vestmannaeyjar, Ísafjörð, Seyðisfjörð, Hafnarfjörð, Djúpavog og Húsavík."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert