Mál Fischers til Hæstaréttar

Bobby Fischer
Bobby Fischer mbl.is/Sverrir

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í erfðamáli Bobby Fischers hefur verið kærður til Hæstaréttar. Að sögn Guðjóns Ólafs Jónssonar, lögmanns systursona Fischer, er þetta í þriðja skiptið sem málið fer fyrir Hæstarétt.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu systursona  Fischers um að dánarbú hans verði tekið til opinberra skipta og þar með viðurkennt erfðarétt Myoko Watai sem segist vera eiginkona skákmeistarans.

Fischer lést 17. janúar 2008. Í kröfu systursona hans um opinber skipti kemur fram að þeir séu nánustu ættingjar hans.

Myoko Watai óskaði hins vegar eftir einkaskiptum dánarbúsins. Hún hafi lagt fyrir sýslumann staðfestingu á að hún og Fischer hafi verið í hjúskap, útgefna á ensku af sendiráði Japans á Íslandi 30. janúar 2008 og sé hún sögð grundvölluð á fjölskylduskráningu japanskra yfirvalda. Um sé að ræða skráningu persónuupplýsinga um Watai Komi og þar komi fram að hún hafi gifst Fischer 6. september 2004.

Umfjöllun mbl.is um úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert