Skattur á auðmenn nýttur í bætur

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að settur verði á sérstakur auðlegðarskattur er svarar til 1,25% af nettóeign umfram 90 milljónir króna hjá einstaklingi og 120 milljónir króna hjá hjónum. Reiknað er að þessi tekjuöflun gefi um 3 milljarða króna sem nýttir verða til að hækka greiðslur barnabóta og vaxtabóta.

 Steingrímur segir að reynt verði að gæta þess að fólk geti ekki skotið eignum sínum undan með því að færa þær yfir í einkahlutafélög. Segir hann að sveitarfélögin hafi kvartað sáran undan slíku undanskotum enda verði þau af útsvarstekjum vegna þessa. Þetta eigi vonandi eftir að breytast með því að skatthlutfall einstaklinga og einkahlutafélaga nálgast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka