Silfurmynt frá 10. öld á Þingvöllum

Peningurinn. Myndin er af heimasíðu Þingvalla.
Peningurinn. Myndin er af heimasíðu Þingvalla.

Komið hefur í ljós við greiningu að silfursmámynt sem fannst við uppgröft við suðurvegg Þingvallakirkju í vor var sleginn í nafni Ottós III sem komst til valda í Þýskalandi árið 983.

Fram kemur á heimasíðu Þingvalla, að Anton Holt, myntsérfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, hafi skoðað myntina og staðfest að hún hafi verið slegin í nafni Ottós III Þýskalandskeisara sem stjórnaði með Aðalheiði ömmu sinni en hann var aðeins þriggja ára þegar hann kom til valda árið 983. Þessi gerð mynta er tímasett nokkuð vítt eða 983-1002 og líkast til slegin í eða við Goslar, en þar höfðu fundist gjöfular silfurnámur á tíundu öld.

Myntin fannst fast við kirkjuvegginn í jarðlagi sem hafði verið raskað við gerð kirkjugrunnsins eða viðgerð. Myntin telst nokkuð heilleg og vegur 1,29 grömm að þyngd. 

Heimasíða Þingvalla

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert