Réttlæti tryggt með samræmi

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir íslensku bönkunum mikinn vanda á höndum við endurskipulagningu og endursölu fyrirtækja sem komist hafa í þeirra eigu eftir fjármálahrunið í fyrrahaust.

Hann segir mikilvægt að endurskipulagning fyrirtækja sé í takt við réttlætiskennd þjóðarinnar og bætir því við að reynt sé að tryggja það með samræmdum reglum og viðmiðunum innan bankanna.

Hann svarar hins vegar neitandi þegar hann er spurður hvort hann telji að fyrirkomulag þessara mála nú sé í samræmi við réttlætiskennd þjóðarinnar. „Menn eru auðvitað ósáttir við þetta ástand og þessar aðstæður. Þetta eru aðstæður sem ekkert okkar hefur óskað sér.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert