Samfylking með prófkjör í Mosfellsbæ

Flokkarnir eru þessa dagana að taka ákvörðun um prófkjör.
Flokkarnir eru þessa dagana að taka ákvörðun um prófkjör. Ómar Óskarsson

Samfylkingin í Mosfellsbæ hefur samþykkt tillögu um að efna til prófkjörs meðal félagsmanna til að velja á framboðslista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Prófkjörið verður haldið laugardaginn 30. janúar.

Rétt til að greiða atkvæði í prófkjörinu hafa allir félagsmenn Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ sem náð hafa 16 ára aldri á prófkjörsdag og hafa verið skráðir í Samfylkinguna fyrir kl. 24.00 laugardaginn 16. janúar 2010.

Samfylkingin hefur einnig samþykkt af halda prófkjör í Hafnarfirði 30. janúar. Þá hefur verið ákveðið að Samfylkingin bjóði fram lista í nafni flokksins á Seltjarnarnesi, en síðustu ár hefur flokkurinn staðið að framboði með öðrum flokkum gegn Sjálfstæðisflokknum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert