Baugsmáli frestað um hálfan mánuð

Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jakob R. Möller, …
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, í héraðsdómi í dag. mbl.is/Golli

Við fyrirtöku í máli vegna meintra skattalagabrota fyrrverandi stjórnenda Baugs Group í dag, lögðu verjendur fram bókun þar sem vísað var til greinar í tímariti lögfræðinga eftir Róbert Spanó, prófessor, þar sem fjallað er um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um álitamál varðandi tvöfalt saknæmi.

Í greininni fjallar Róbert um að Mannréttindadómstóllinn hafi með dómi í febrúar vikið frá fyrri fordæmum. 

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, sagði við mbl.is að tekist hafi verið á um þetta álitamál áður en ekki á þeim forsendum sem Róbert lýsir, og þetta geti haft áhrif á niðurstöðu dómsmálsins. 

Þinghaldi í Héraðsdómi Reykjavíkur til 16. desember. Þá munu verjendur sakborninga gera nánari grein fyrir sjónarmiðum sínum og væntanlega krefjast þess að málinu verði vísað frá.

Þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Kristín Jóhannesdóttir, Baugur og Gaumur, eru ákærð fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum á árunum 1998 til 2003. Jón Ásgeir og Kristín eru meðal eigenda Gaums sem var aðaleigandi Baugs Group en það félag er nú til gjaldþrotaskipta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert