Tókst að ljúka umræðu um fjáraukalög

Þingfundur stóð fram yfir miðnætti.
Þingfundur stóð fram yfir miðnætti. mbl.is/Heiðar

Þingfundur stóð á Alþingi fram yfir miðnætti í nótt og tókst að ljúka annarri umræðu um fjáraukalög en atkvæðagreiðsla verður á miðvikudag. Umræðu um Icesave-frumvarpið var frestað laust eftir klukkan 22 í gærkvöldi og var þá fjáraukalagafrumvarpið tekið fyrir.

Enginn þingfundur verður í dag, 1. desember, en Icesave-frumvarpið er sett að nýju á dagskrá á miðvikudag. Fimmtán þingmenn voru á mælendaskrá þegar umræðunni var frestað í gærkvöldi.

Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði stjórnarliða loks hafa samþykkt að reyna að ljúka fyrstu umræðu um stjórnarfrumvörpin milli Icesave-umræðna svo skattamálin gætu farið í nefndir og ekki yrði alger ringulreið í þingstörfunum fyrir áramót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert