Vannst ekki tími til fyrr

Í rannsóknarnefndinni sitja Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson.
Í rannsóknarnefndinni sitja Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson. Ómar Óskarsson

Nefndarmönnum í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið verður veitt vernd gegn málshöfðun fyrir innlendum dómstólum vegna þess sem hugsanlega mun koma fram í skýrslu nefndarinnar. Jafnfram er áréttað að íslenska ríkið greiddi allan kostnað við rekstur málsins fyrir erlendum dómstóli og eftir atvikum aðrar áfallnar kröfur. Þetta er meðal ákvæða í frumvarpi, sem forsætisnefnd Alþingis hefur lagt fram.

Aðspurð segir Ásta Ragnheiðar Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, að ekki hafi unnist tími til þess að hugsa fyrir þessu  þegar lögin um rannsóknarnefndina voru sett á sínum tíma þar sem vinna hafi þurft hratt.

„Rannsóknarnefndin hefur aðgang að mjög viðkvæmum upplýsingum þar sem hagsmunir vegna friðhelgi einkalífs eða fjárhags þurfa að víkja fyrir almannahagsmunum. Samkvæmt frumvarpinu þá er þessari rannsóknarnefnd skylt að upplýsa um þessi atriði í skýrslunni ef ástæða þykir til vegna almannahagsmuna. Þess vegna þarf að verja þá fyrir því að þeir verði sóttir til saka fyrir það,“ segir Ásta.

Ásta bendir á rannsóknarnefndir eða sannleiksnefndir séu viðteknar í nágrannalöndum okkar og tekur fram að horft sé til reynslunnar af þeim við lagasetninguna hér. Tekur hún fram að þar þekkist að hafi nefndirnar aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum sem þeim sé skylt að upplýsa um þá njóti þeir verndar gegn málshöfðun.

Lagafrumvarpið

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert