Dekurferð til Kanaríeyja

Íslendingarnir sem fóru til Kanaríeyja í boði ferðamálayfirvalda eyjanna eru væntanlegir til landsins í kvöld.

Meðan á dvölinni stóð heimsótti hópurinn allar helstu ferðamannastaði Kanaríeyja, Tenerife, Gran Canaria og Lanzarote. Gist var á fimm stjörnu hótelum og var hópnum boðið í margskonar ferðir um eyjarnar. 

Eflaust spyrja sig margir hvaða hag ferðamálayfirvöld Kanaríeyja sjá sér í því að bjóða þessum stóra hóp út en að þeirra sögn mun jákvæð reynsla Íslendinganna skila sér í auknum fjölda ferðamanna frá Íslandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert