Ekkert ferðaveður á Vestfjörðum í kvöld

Vestfirðir
Vestfirðir Af vef Bæjarins besta

Ekkert ferðaveður er á norðanverðum Vestfjörðum sem stendur og beinir Lögreglan á Ísafirði þeim tilmælum til íbúa að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

Þungfært er orðið milli þéttbýliskjarna á norðanverðum Vestfjörðum og mjög hált að sögn lögreglu. Lítilsháttar snjóflóð féll úr Eyrarhlíð, á milli Ísafjarðar og Hnífsdals, um kl 19:00 í kvöld. Vegagerðin er að skafa veginn frá Ísafirði til Bolungarvíkur en að því loknu mun Vegagerðin hætta þjónustu þangað til í fyrramálið og má búast við að vegirnir lokist.

Að sögn lögreglu hefur umferð þrátt fyrir allt gengið slysalaust fyrir sig á Vestfjörðum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert