Segja sparnað í lýsingu skapa hættu

SFF telja sparnað í lýsingu geta valdið slysum
SFF telja sparnað í lýsingu geta valdið slysum mbl.is/Rax

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) vekja athygli á því að sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að minnka viðhald og takmarka lýsingu á götum borgarinnar í sparnaðarskyni getur haft verulega hættu í för með sér. Vegna veðurskilyrða og vetrarskammdegis er þörf á góðri götulýsingu, en börn og aðrir gangandi vegfarendur eru gjarnan á ferð í ljósaskiptunum.

Árið 2008 voru um 3500 umferðartjón á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim tjónum slösuðust 1500 einstaklingar og áætlaður kostnaður vegna þeirra slysa er 14,2 milljarðar króna.

Samtök fjármálafyrirtækja hvetja borgaryfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun um að draga úr götulýsingu, svo forðast megi dýrkeypt slys.
Samtök fjármálafyrirtækja eru heildarsamtök fjármálafyrirtækja á Íslandi, þar með talið vátryggingafélaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert