Andlát: Pétur H. Ólafsson

Pétur H.Ólafsson.
Pétur H.Ólafsson.

Látinn er í Reykjavík, Pétur H. Ólafsson sjómaður, 89 ára að aldri. Pétur fæddist í Stykkishólmi 10. febrúar 1920 og var einn af þrettán systkinum en sex þeirra lifa enn.

Pétur var sjómaður nánast alla sína starfsævi og sigldi með ítölsku skipi í frægri ferð PQ-17 skipalestar bandamanna sem flutti vistir og vopn til Murmansk í Rússlandi í seinni heimsstyrjöldinni, í apríl 1942.

Lestin lenti í miklum hremmingum á leið sinni þegar Þjóðverjar gerðu árás á hana undan Noregsströndum. Um þá atburði og ævi Péturs ritaði Jónas Jónasson bókina Krappur lífsdans, sem kom út árið 1994.

Pétur var aðalhvatamaður alþjóðlegrar ráðstefnu um skipalestir bandamanna til Rússlands, sem haldin var í Reykjavík í júlí í fyrra. Þá var hann í þrígang sæmdur rússneskum heiðursorðum vegna þátttöku sinnar í siglingunum, m.a rússnesku ríkisorðunni.

Pétur var einn af stofnendum Félags eldri borgara og sat þar í stjórn lengst af. Einnig söng hann með Kór eldri borgara í fjölda ára. Eiginkona Péturs var Jóhanna Davíðsdóttir, sem lést 2003 og áttu þau sex börn, fjögur sem lifa. Alls urðu afkomendur Péturs og Jóhönnu 52 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert