Festust á Fjarðarheiði

Björgunarbifreið Ísólfs og Seyðisfjörður í baksýn.
Björgunarbifreið Ísólfs og Seyðisfjörður í baksýn.

Björgunarsveitir sóttu fólk í tvo bíla sem festust á Fjarðarheiði um miðnætti í nótt. Mikið snjóaði á heiðinni í gærkvöldi. Nú er búið að ryðja heiðina og færð góð. Fyrir austan er nú hið besta veður, heiðskírt og nánast logn.

Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum lagði annar bíllinn á heiðina frá Egilsstöðum og fór björgunarsveit þaðan og sótti fólkið til Egilsstaða. Bíllinn var skilinn eftir. Hinn bíllinn festist Seyðisfjarðarmeginn og fór björgunarsveit frá Seyðisfirði og aðstoðaði fólkið í þeim bíl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert