N1 lækkaði eldsneyti aftur

N1 lækkaði á ný verð á eldsneyti en félagið hækkaði eldsneytisverð í gær. Með lagabreytingum, sem tóku gildi um áramót, hækka opinber gjöld á bensín og olíu.

N1 hækkaði verð á bensínlítra um 1,50 krónur og verð á dísilolíu um 5 krónur. Ekkert annað félag hækkaði eldsneyti og verðið hefur nú lækkað aftur hjá N1. Þar er algengt verð á bensínlítra 188,20 krónur og á dísilolíu  184,90 krónur.

Þegar eldsneytisgjald var hækkað um 10 krónur fyrr á þessu ári hækkuðu sum olíufélög eldsneytið strax en í ljós kom síðan, að eldsneytisgjaldið er greitt við tollafgreiðslu eldsneytisins.  Þau félög sem hækkuðu verðið lækkuðu það aftur þar til nýjar birgðir voru fluttar til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert