Bretar myndu verjast slíkri kröfu af hörku

„Ég hef átt í löngum samræðum við breska fjármálaráðuneytið um málið,“ segir Bronwen Maddox, helsti stjórnmálaskýrandi Lundúnablaðsins Times um erlend málefni, spurð um viðbrögðin við álitsgreinum hennar um Icesave-samkomulagið og afleiðingar þess fyrir Íslendinga. Breska stjórnin sé óánægð með sumt í skrifum hennar um málið.

Maddox, sem segir efni viðræðnanna trúnaðarmál, hefur þannig tekið upp hanskann fyrir Ísland og vakið máls á því að 3,6 milljarða punda krafa Breta og Hollendinga í Icesave-málinu jafngildi því að breska ríkinu yrði gert að greiða erlendum sparifjáreigendum 720 milljarða punda, krafa sem sé óhugsandi.

Bresk stjórnvöld myndu berjast af öllu afli gegn slíkri kröfu svo ekki sé minnst á fyrirsjáanlega hörð viðbrögð bresks almennings.

Sjá nánar um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert