Leituðu suður af flugvellinum

Rústabjörgunarsveit íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar að störfum á Haítí.
Rústabjörgunarsveit íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar að störfum á Haítí. Myndir frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Rústabjörgunarsveit íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Haítí vann fram á nótt að íslenskum tíma með bandarískri sveit við leit á tveimur svæðum suður af flugvellinum í Port au Prince. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 

Við sólsetur voru allar björgunarsveitir kallaðir í búðirnar en að svo stöddu er ekki hægt að tryggja öryggi björgunarmanna á næturnar.  Friðargæsluveitir Sameinuðu þjóðanna sem voru á Haiti þegar skjálftinn reið yfir hafa verið með björgunarsveitunum og tryggt þeirra öryggi.

Friðargæslusveitirnar vinna myrkrana á milli og fá aðeins um sex klukkustunda hvíld á milli.

Íslenska sveitin er hluti af rústabjörgunarsveitum SÞ og leggur nú til tjald undir stjórnstöð björgunarsveita SÞ. Einn meðlimur Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar er nú hluti af fimm manna stjórnunarteymi SÞ sem samhæfir starf björgunarsveitanna.

Þar sem íslenska sveitin var ein af fyrstu sveitunum á skaðasvæðið tóku félagar sveitarinnar þátt í heildar samhæfingu SÞ með svo kallaðir UNDAC vinnu. Nú hefur stórt UNDAC teymi frá SÞ tekið það starf yfir.

Enn er vitað um fólk á lífi í rústum í hæðunum suður af flugvellinum en þar hafa um 90% húsa eyðilagst. Matsveitir SÞ hafa farið til Carrefour og Léogane, bæi vestur af Port au Prince og tilkynna að þar hafi um 80%-90% húsa fallið.

Í Port au Prince eru núna 23 björgunarsveitir með 1.067 björgunarsveitarmönnum og 114 leitarhundum.

Búðir Rústabjörgunarsveitar íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Haítí.
Búðir Rústabjörgunarsveitar íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Haítí. Myndir frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert