Júlíus Vífill í öðru sæti

Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi er með flest atkvæði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en fyrstu tölur voru birtar eftir að kjörstöðum var lokað kl. 18. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri er með 86%atkvæði í fyrsta sæti.

Hanna Birna er með 3678 atkvæði í fyrsta sæti. Júlíus Vífill er með 1054  atkvæði í öðru sæti.

Í þriðja sæti er Kjartan Magnússon borgarfulltrúi með 1171 atkvæði. Í fjórða sæti er Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi með 1360 atkvæði. Í fimmta sæti er Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi með 1393 atkvæði. Í sjötta sæti er Geir Sveinsson með 1616 atkvæði. Í sjöunda er Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi með 1843 atkvæði. Í áttunda sæti er Álaug Friðriksdóttir með 2104 atkvæði. Í níunda sæti er Hildur Sverrisdóttir með 1995 atkvæði og í tíunda sæti er Marta Guðjónsdóttir með 1911 atkvæði.

Búið er að telja 3678 atkvæði sem er liðlega helmingur atkvæða. Rúmlega 7200 tóku þátt í prófkjörinu, en tæplega 20 þúsund manns voru á kjörskrá. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna 2006 kusu 12.453 eða tæplega 60% þeirra sem voru á kjörskrá. Í prófkjöri flokksins vegna alþingiskosninganna í fyrra kusu um 8.000 manns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert