Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. segir að ekkert bendi til þess að meint brot fyrrverandi starfsmanna bankans, sem nú sæta rannsókn vegna meintra gjaldeyrissvika, hafi verið framin meðan þeir gegndu störfum hjá Straumi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum.
Fréttatilkynningin er svohljóðandi:
„Eins og komið hefur fram í fréttum liggja nokkrir fyrrverandi starfsmenn Straums undir grun um brot gegn reglum um gjaldeyrismál.
Í ljósi þess þykir ástæða til að árétta að ekkert bendir til að meint brot hafi átt sér stað á meðan hlutaðeigandi einstaklingar gegndu störfum hjá Straumi. Málið er því Straumi óviðkomandi.“