Kröfurnar verði lækkaðar niður í brot af upphæðinni

„Við höfum sett okkur í samband við íslensk stjórnvöld en að öðru leyti er ég ekki tilbúinn að tjá mig um þau samskipti,“ segir Alex Jurshevski, forstjóri kanadíska ráðgjafarfyrirtækisins Recovery Partners, um mögulega aðkomu fyrirtækisins að nýjum Icesave-samningum.

Jurshevski, sem er hagfræðingur að mennt, vann á síðasta áratug við endurskipulagningu skulda fyrir stjórnvöld á Nýja-Sjálandi, auk þess að koma að sambærilegum verkefnum í öðrum ríkjum og fyrir hönd stórfyrirtækja víða um heim.

Spurður um afstöðu sína til Icesave-krafnanna kveðst Jurshevski líta svo á að þær séu án nokkurs fordæmis, en hann telur jafnframt að íslensk stjórnvöld skuli stefna að því að lækka upphæðirnar stórlega.

Jurshevski er harðorður í garð Breta og Hollendinga og telur stjórnvöld ríkjanna hafa beitt þrýstingi, m.a. í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, til að þvinga fram óréttmætar og himinháar kröfur.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert