Tillaga um breytt meðlagskerfi

Nefnd sem falið var að endurskoða ákvæði barnalaga leggur m.a. til að íslenska meðlagskerfinu verði breytt á ýmsa lund. Einnig leggur hún til að rýmka samningsfrelsi foreldra um skiptingu kostnaðar vegna framfærslu barns og um greiðslu meðlags.

Nefndinni var falið að endurskoða ákvæði barnalaga, nr. 76/2003, um
framfærslu barna, með það fyrir augum að kanna hvort núgildandi
fyrirkomulag þjónaði hagsmunum barna og foreldra með sanngjörnum hætti. Hún hefur nú skilað ráðherra tillögum sínum að umfangsmiklum breytingum á lögunum með frumvarpi og greinargerð. Frumvarpið hefur verið lagt fram til kynningar.

M.a. er gert ráð fyrir að ef foreldrum tekst ekki að semja um skiptingu kostnaðar af framfærslu barns verði hægt að úrskurða það foreldri sem barn býr ekki hjá til að greiða meðlag með barninu. Í 4. gr. frumvarpsins er lagt til að miðað verði við að lágmarksframfærslukostnaður barns sé kr. 54.000 og að við meðlagsákvörðun skuli skipta lágmarksfram-færslukostnaði barns milli foreldra í hlutfalli við tekjur eða aflahæfi beggja.

Einnig er gert ráð fyrir að við ákvörðun meðlags verði tekið tillit til umgengni barns við meðlagsskylt foreldri.

Nefndin var skipaði árið 2008. Í henni sátu þau Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, sem jafnframt var formaður, Hrefna Friðriksdóttir, lektor í sifja- og erfðarétti við Háskóla Íslands, og Ásgeir Eiríksson, fulltrúi sýslumannsins í Keflavík. Starfsmaður nefndarinnar var Guðmundur Örvar Bergþórsson,
lögfræðingur í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert