Mátti segja upp starfsmanni í feðraorlofi

Höfuðstöðvar Straums.
Höfuðstöðvar Straums.

Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Straumi-Burðarási hafi verið heimilt hafi verið að segja starfsmanni, sem hafði tilkynnt um töku feðraorlofs, upp störfum í byrjun ársins 2009. Taldi Hæstiréttur bankanum hafi verið heimilt að segja manninum upp þar sem mikill samdráttur hafði orðið í rekstri Straums.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fallist á kröfu starfsmannsins fyrrverandi um að uppsagnarfrestur ætti ekki að hefjast fyrr en í mars árið 2009 þegar fæðingarorlofinu átti að ljúka. Taldi héraðsdómur að Straumur hafi ekki sýnt fram á að nauðsynlegt hafi verið að segja starfsmanninum upp á þessum tíma.

Hæstiréttur segir að deilt sé um hvort uppsögnin hafi brotið í bága við lög um fæðingar- og foreldraorlof, sem banna að atvinnurekandi segi starfsmanni í fæðingarorlofi upp störfum nema gildar ástæður séu fyrir hendi. 

Hæstiréttur segir, að uppsögnin hafi verið skrifleg og ástæðan tilgreind samdráttur í rekstri Straums, sem óhjákvæmilega hafi leitt til fækkunar starfsfólks.

Fellst Hæstiréttur á það með Straumi, að vegna þess mikla taps sem varð af rekstri bankans á árinu 2008 og hruns bankakerfisins þá um haustið, svo og nauðsynlegrar endurskipulagningar í rekstri hans, liggi nægilega fyrir að bankanum hafi verið heimilt að segja starfsmanninum upp störfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert