Á skjön við fyrri viðræður

Vefsíða Icesave.
Vefsíða Icesave. DYLAN MARTINEZ

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sagðist ekki eiga von á að málið kláraðist í kvöld en hann situr ásamt formönnum flokkanna, utanríkisráðherra og íslensku samninganefndinni á fundi í fjármálaráðuneytinu þar sem rætt er hvernig eigi að bregðast við tillögu Breta og Hollendinga varðandi Icesave reikningana.

Sigmundur sagði að tilboð Breta og Hollendinga væri algjörlega á skjön við það sem samninganefndin hefði verið að ræða í síðustu viku og ekki í samræmi við  það sem forystumenn flokkanna ræddu á fundi í Haag fyrr í þessum mánuði.

Sigmundur kvaðst vera undrandi á því hvernig Hollendingar hefðu lekið upplýsingum um tilboðið í fjölmiðla áður en það var sent formlega til Íslands og sagðist velta því fyrir sér hvort þetta væri einhver fjölmiðlaleikur af hálfu Hollendinga.

Gera má ráð fyrir að fundinum fari að ljúka fljótlega.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert