Töpuðu hundruðum milljarða

hag / Haraldur Guðjónsson

Tap lífeyrissjóðanna á efnahagshruninu nam hundruðum milljarða króna, bæði vegna hruns hlutabréfamarkaðarins og vegna þess að sjóðirnir áttu margir skuldabréf fyrirtækja, sem nú eru annaðhvort gjaldþrota eða í alvarlegum greiðsluvanda.

Mörg þessara fyrirtækja voru í eigu svokallaðra útrásarvíkinga. Samkvæmt tölum Seðlabankans nam tap lífeyrissjóðanna á skulda- og hlutabréfum um 400-500 milljörðum króna. Ekki er óhugsandi að enn eigi eftir að afskrifa eitthvað af skuldabréfum í bókum sjóðanna.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. 


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert